Sonntag, 19. Juni 2011

Vintage meets High Tech

"Neyðin kennir naktri konu að spinna" segir orðtækið, og það má segja að ég bjó þetta til úr "neyð". Mig vantaði svo litla tösku fyrir nýjan síma til að forða því að hann myndi rispast um leið. En það kemur oft fyrir að ég missi símana mína og rispa, er soldil brussa ;) 
Mig langaði svo að sjá hvernig svona dúlla með svörtu og ljós bleiku kæmi út og sá svo það væri nú bara flott að hekla svona dúllutösku fyrir síman. 

Þannig úr einni dúllu varð lítil taska.Dúlluna gerði ég eins og hinar dúllurnar mínar aðferðina má sjá á myndbandi í öðrum pósti. Síðan heklaði ég utan um dúlluna með svörtum lit. Ég mældi bara hvað ég vildi hafa þetta hátt og bætti við á annari hliðinni 2 röðum af stuðla hekli og á gagnstæðri hlið einni röð af stuðlum og svo venjulegu hekli en fór í aftari lykkjuna, þannig ég fékk svona beygju á þetta hélt svo áfram með stuðlum til að gera bakið upp, eru um 14 raðir. 
Heklaði þetta svo saman og bætti við loftlengjulykkjubandi til að gera litla hankan.

 Bakhliðin

Framhliðin

Ég er ekki viss hvort ég vilji bæta við nk. frönskum rennilás uppi til að loka töskunni, þetta á að vera meira svona hlíf og fljótlegt að ná símanum úr þessu, þannig ég hugsa ekki, en það er nátturulega hægt að gera líka. Það góða við hekl, að það er alltaf hægt að bæta við og breyta :)

Kommentare:

 1. Your blog is great你的部落格真好!!
  If you like, come back and visit mine: http://alexchris111.pixnet.net/blog


  Thank you!!Wang Han Pin(王翰彬)
  From Taichung,Taiwan(台灣)

  AntwortenLöschen
 2. Snilld! :-) Er einmitt búin að vera að vandræðast með sama síma-vandamálið!!

  AntwortenLöschen
 3. Takk :) já síðan "felur" maður símann líka fyrir fingraliprum með svona hulstri

  AntwortenLöschen

❤❤❤ Thank you for taking your time to leave a comment ❤❤❤