Donnerstag, 20. Februar 2014

Loopy Cowl Hringtrefill



"The Winter is coming, knit faster" er búið að vera mottóið mitt síðan í ágúst á síðasta ári, þegar ég byrjaði að prjóna þennan hringtrefil. Ég hugsaði að það yrði nú alveg örugglega tilbúið áður en veturinn myndi skella á. En kanski gat ég með því að prjóna það svona hægt um leið hægt á að veturinn myndi koma, því þrátt fyrir að það hafi snjóað einn dag fyrir jólin, er ekki hægt að segja að það hafi verið mikill vetur hér í Þýskalandi. 

Ég hef ekkert prjónað síðan ég prjónaði handa stráknum mínum hringsjal á tvo prjóna úr Debbie Bliss ull 2012, sem ég svo tengdi í hring. En ullinn hnökraði eftir stutta notkun og var alls ekki gott val fyrir trefil. Þannig ég vona að þetta garn haldi sér betur. Hér notaði ég Bingo frá Lana Grossa sem er 100% merinoull og dásamlega knit pro hringprjón númer 5. Ég elska heklunálarnar frá þeim og ekki eru prjónarnir síðri.

Als ich angefangen habe diesen Rundschal im Herbst zu stricken, habe ich gehofft ich wäre fertig bevor der Winter da wäre, und auch wenn er vor kurzem fertig war, ist der Winter immer noch nicht da gewesen ;) so geschafft. 


4 hnotur af mjúku og girnilegri og mjúkri merino ull frá Lana Grossa. Það sést vel á myndinni hvernig liturinn hefur þessa marmara eða sprengdu áferð. Blátt, grátt, grænt, brúnt eftir ljósi og birtu. En er þetta litur númer 207 og kallast olive.

Die verwendete Wolle war die Bingo Melange von Lana Grossa, 100% merino wolle in der Farbe Olive oder auch Schlamm genannt.

Lana Grossa Bingo melange - olive


Ég notaði ekki alveg allar hnoturnar, þegar trefillinn var orðinn ca. 25cm á breiddina átti ég eftir tæpa hálfa hnotu, og þar sem ég vissi ekki hvað færi í affellinguna ákvað ég að stoppa þá. Þessi breidd kemur líka mjög vel út, þar sem hægt er að vefja honum tvisvar um hálsinn kemst kuldaboli ekkert inn. Svo núna á ég smá afgang og langar að hekla húfu í stíl :)

Þar sem ég elska heklunálarnar mínar frá Knit Pro, fékk ég mér prjóna þaðan líka sem hægt er að skrúfa á svona hringprjónasnúru sem er frá Lana Grossa. Þessi snúra er þannig að hún vindir ekki upp á sig og flækist fyrir manni og kallast það að hún sé minnislaus á þýsku, en hún gleymir fljótt hvernig hún var upprúlluð í pakkningunni og það var draumur að prjóna sjalið með þessu. Ég tók í þetta öðru hvoru með heklinu og er þetta í raun fljótprjónað. 

Ich habe etwa 3 und halb Knäule verwendet, den Rest möchte ich für eine passende Mütze verwenden, aber die wird gehäkelt, da es schneller geht. Da ich die Häkelnadeln von Knit Pro liebe, habe ich mir natürlich Rundstricknadeln von denen auch geholt, und die sind Wunderbar.

Aller anfang ist schwer 

Í byrjun reyndi ég við möbius uppfitjun, sem ætti að gefa sjalinu snúning, en það var eitthvað svo erfitt að ég hætti við það og rak allt upp og fitjaði upp allar lykkjurnar og prjónaði munstrið í hring eftir hring :) Það er svo þægilegt við að prjóna í hring, að það má stoppa alls staðar og þarf ekki að klára hverja umferð. Síðan notaðist ég við frankfurtarhnútinn til að tengja nýju hnotuna við og það var líka frábær aðferð, því þá eru engir endar í lokinn sem þarf að fela og ganga frá.

Anfangs wollte ich die Möbius Methode für den Aufschlag verwenden, aber die ging nicht so gut und alles war so eng, dann wurde alles aufgerippelt und ein normaler Anschlag verwendet. Es wird sowieso wahrscheinlich nie offen getragen, also habe ich mir die Mühe gespart. 


Smám saman varð hann stærri og stærri



og enn stærri og fallegri. Hér fór ég að horfa á hnotuna og hætti ekki fyrr en hún var búin eða komin vel á leið

Síðan var fellt af og gengið frá endum og mátað.

Auch wenn ich in August letzen Jahres angefangen habe, und den ersten Knäul schnell fertig gestrickt hatte, wurde es etwas langsamer mit dem zweiten und dem halben dritten Knäul, da ich in der Zeit mit so vielen Häkelprojekten beschäftigt war. Aber dann nach Weihnachten als ich in Januar wieder damit angefangen habe, ging es viel schneller und dann endlich geschafft :) 

Gína mátaði þetta fyrir mig.



Dienstag, 11. Februar 2014

1. Leynihekl Woollen Thoughts - Mystery Crochet Along

Woollen Thoughts first mystery crochet along

155 konur tóku þátt í fyrsta leynihekli Woollen Thoughts. Um 30 hafa sent inn mynd af kanínunum sínum, og sumar gerðu ekki bara eina heldur tvær og fengu nokkrar kanínkur hatta, húfur, vesti, hjarta, blóm og gulrætur. 

Þetta er búið að vera rosalega gaman, og gaman að sjá hversu ólíkar þær allar eru, þó svo að um sömu uppskrift sé að ræða. Allar hafa sinn karakter og ég get ekki beðið lengur með að sýna þær allar saman í einni myndasýningu. Í þetta sinn fylgir sætt lag með sem heitir Bunny Party, en er þessi kanína í videoinu ættuð frá Þýskalandi. Ég er ekki búin að ákveða hvenær eða hvort ég haldi annað leynihekl eða samhekl aftur í þessari mynd. En þið fáið að vita það í tíma. 




Kanínupartý 2 by Slidely Slideshow


UPPFÆRSLA! 
Kærar þakkir til allra sem tóku þátt og sýndu fallegu kaninkurnar sínar. Ég er búin að bæta við nokkrum kanínkum sem náðu ekki í fyrstu myndasýninguna og eru þær núna með í myndasýningunni hér að ofan.

Ég sendi öllum persónuleg email með vísbendingu hverrar viku og það var gaman að fá svör og spjalla við ykkur. Líka gaman að heyra hvað ykkur fannst þetta gaman. Ég öfundaði ykkur soldið á að vita ekki hvað þið væruð að hekla. Ég kaus að senda ykkur vísbendingarnar allar persónulega í stað að hafa þetta á netinu opið fyrir alla, ekki bara út af höfundarrétti og þýðingarrétti frá Lion Brand. Ég held það hafi gert þetta miklu skemmtilegra og persónulegra. Þó svo að það hafi verið ansi mörg email í hverri viku sem ég sendi út með vísbendingum, var það alveg þess virði. 

Af 155 sem skráðu sig í viðburðin mætti segja að rúmur þriðjungur af þeim hópi hafi verið virkur og virkilega tekið þátt og heklað krílið. En hvað um hina? 

Mig langar að halda aftur leynihekl, en það yrði þá að vera annað snið á því til að hindra að svona stór hluti þátttakenda sé einfaldlega ekki að taka þátt. En hvernig? Uppástungur vel þegnar :) Langar ykkur að hekla aftur dúkku eða eitthvað annað í næsta leynihekli? 

Kærar þakkir til Lion Brand fyrir að leyfa þýðingu og notkun þessarar uppskriftar í fyrsta leynihekli Woollen Thoughts. 


Yfirlit - Übersicht - Overview
1. vikan - die erste Woche - First week
2. vikan - die zweite Woche - Second week
3. vikan - die dritte Woche - Third week
4. vikan - die vierte Woche - Fourth week
***

Das erste mystery CAL ist nun vorbei. Hier oben ist eine schöne Zusammenfassung der Kanninchen, die gehäkelt wurden. Es hat riesen Spaß gemacht für alle beteiligte und ich bedanke mich herzlich bei Lion Brand, für das Erlaubnis eins von ihren Mustern zu übersetzen und benutzen. Es war das erste mystery CAL von meinem Blog aus, und lief es über meine Facebook Seite. Da die meisten "follower" dort Isländer sind, wurde es auf isländisch gehalten. Es war lustig und es ist immer unglaublich zu sehen, wie von einem Muster man so viele unterschiedliche Charaktere bekommen kann. Viel Spaß beim anschauen und das bunny party Song euch anhören.

Ich werde nun bei Creadienstag und Häkelliebe vorbeischauen :)



***

The first Woollen Thoughts Mystery crochet is over. And here are some of the lovely bunnies people made. It took place on my facebook fanpage, and this time it was for icelanders only. I got the permission from Lion Brand  to translate and use on of their patterns for this mystery crochet and I would like to thank them again for letting me do so.

This sure is a bunny party. Have fun watching the slideshow and be sure to volume up to hear the sweet bunny party song in the background.