Dienstag, 28. Januar 2014

1. Leynihekl Woollen Thoughts: Vísbending 4 og Uppljóstrun


Fjórða og síðasta vísbendingin í leyniheklinu hefur verið send út, eftir þessa eiga þátttakendur að hafa heklað 9 hluti, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.




Sumsé 1 bolta, 1 keilu, 2 ófyllt eyru úr vísbendingu 1, 2 tvílita anga, 2 einlita anga og einn lítið fylltan einlitan anga í B litnum.

Ég sé á myndunum að það eru margar búnar að fatta hvað við höfum verið að vinna við að gera allan þennan tíma....

En ég beið með að segja ykkur strax hvað þetta væri, til að sýna líka að það má raða upp á ýmsan máta og eflaust fá hugmyndir hvað hægt er að gera úr þessum grunnformum annað. Til dæmis með að breyta stækka lengja :) Það þarf aðeins að kunna nokkur grunnform í amigurumi gerð og þá er hugmyndaraflinu engin landamæri sett. 

En komum við nú að samsetningunni.....


Þetta verður hin fínasta leðurblaka.......







Leðurblaka???? 







Hún lofaði að þetta væri krúttlegt kríli.... ojjj lítur ekki krúttlegt út svona







nei nei .......






Auðvitað er réttara að leggja hlutina svona út, og úr verður krúttleg kanína





Já það er rétt, við erum að gera litla kanínu með löng krúttuleg eyru :)



Nú á bara eftir að blása lífi í hana með að sauma alla hluta á réttan stað og andlitið. En ég bíð alltaf með að sauma andlitið á í lokin, sumir sauma það strax á, áður en þeir setja saman dúkkurnar, en það er bara smekksatriði. Það er svo gaman að sjá muninn á dúkku án andlits samsettri og þegar hún er komin með andlitið sitt, þá fyrst er karakterinn kominn og hún "lifnuð við" :)

Mörgum kvíður fyrir að sauma saman, þeim finnst gaman að hekla alla hluta en eru eitthvað smeykir við að sauma vitlaust saman og eyðileggja alla dúkkuna. En ekki óttast þennan hluta, þetta er hlutinn sem þú ert búin að bíða eftir allan tíman á meðan á heklinu stóð. Þetta er hlutinn sem lætur krílið þitt lifna við í.

Best er að notast fyrst við títuprjóna og festa þannig hlutana á og sjá hvernig þetta lítur sem best út. Það mætti einnig taka snögga mynd af krílinu títuðu niður til að miða við. Ekki vera stressuð að vera að sauma þetta vitlaust saman, það má alltaf rekja upp og sauma aftur :)

http://www.lionbrand.com/patterns/60480A.html?noImages=


Svona lítur kanínan út í upprunalegu uppskriftinni frá Lion Brand, sem ég fékk leyfi til að þýða og nota á þennan hátt. Uppskriftina má finna hér og kallast hún Best Bunny.



Kanínan notar skottið sitt til að halda jafnvægi og getur þar af leiðandi setið óstudd. Til að finna þennan punkt og stöðu fótleggja og skotts svo hún geti staðist, er einmitt gott að notast við títuprjóna fyrst, og títa hlutina fasta á búkinn.

En við byrjum að sauma saman búkinn við höfuðið, þess vegna átti að fela endann á höfðinu (boltanum) og klippa frá en skilja langan spotta eftir á búknum til að sauma með.

http://www.freshstitches.com/hate-attaching-limbs-to-amigurumi-not-after-reading-this-post/

Fresh stitches er með mjög gott tutorial í myndum sem sýnir vel hvernig best er að sauma saman amigurumi dúkkur. Þetta er líka frábær síða með mörgum gullkornum fyrir hekl.


Svona lítur kanínkan mín út að aftan


og svona að framan. 

Ég átti ekki nógu lítil öryggisaugu svo ég saumaði andlitið á hana, en lion brand útgáfan notast við öryggisaugu. Einnig mætti notast við tölur fyrir augun, eða filt. Hér nota ég frekar ljósan grunnlit, en ef þið eruð með dekkri grunnlit þá ráðlegg ég ykkur að nota ljósan lit til að sauma á andlitið. Ef þið eruð á ravelry eru tæp 1000 projects inni með þessari kanínu. Þið getið kíkt þar líka til að sjá fleiri myndir af fullgerðum kanínum. Link á Ravelry.

Lionbrand er með fjölmargar fríar uppskrifitr bæði fyrir hekl og prjón. Ef slegið er inn leitarorðið Amigurumi koma upp 150 uppskriftir. Það má vel vera að við heklum eitthvað annað saman frá Lionbrand, þar sem ég hef fengið leyfi til þess einnig. Þessi kanína er ein af vinsælustu uppskriftunum þeirra. Þið getið kommentað hér fyrir neðan hvað þið mynduð vilja hekla næst frá Lionbrand og yfir höfuð hvernig ykkur fannst leyniheklið og hvort þið mynduð vilja taka aftur þátt. Finnst ykkur leynihekl skemmtilegra en venjulegt samhekl? Hvort mynduð þið vilja næst aftur leynihekl eða samhekl, og þá hvernig? Aftur svona amigurumi eða eitthvað annnað? :) Endilega látið mig vita hér sem komment, eða á facebook skilaboðum.

Allir þátttakendur fá svo senda heildaruppskriftina í einu skjali. Þá stendur t.d. eyru í stað vísbending 1 :) og einnig er heimildin uppgefin og slóðin á lionbrand. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ég vona að þið eigið eftir að hekla fullt af amigurumi dúkkum núna :) Margar gerðu 2 í einu og ég hlakka ekkert smá til að sjá svo allar kanínurnar fullgerðar. En ég ætla að útbúa myndasýningu með öllum myndum sem hafa borist inn fyrir 10. febrúar. 

Ég vil biðja ykkur að deila ekki þýddri uppskriftinni úr þessu leynihekli, heldur frekar benda á ensku uppskriftina. Þýðing þessi var einungis hugsuð privat fyrir þátttakendur leyniheklsins.

Ég vona þið séuð hrifin af uppljóstruninni og hafið haft gaman af. 

Samstag, 25. Januar 2014

Leynihekl - Staðan eftir 3 vísbendingar


Ein vísbending eftir af leyniheklinu, en hún mun berast þátttakendum nú um helgina. En hér er brotabrot af stöðunni í dag. Ég notast við slide.ly síðuna aftur í þetta sinn til að búa til myndasýninguna með myndum eftir þær sem búnar eru með allar þrjár vísbendingarnar að svo stöddu og hafa deilt myndum. Í þetta sinn við undirleik U2 með laginu "She´s a mystery to me". Ég bætti einnig við nokkrum snjókornum á skjáinn þar sem ég er snjókornastelpa ;) 
Kærar þakkir til allra sem deildu með myndunum.
Njótið vel. 



Leynihekl eftir 3. Vísbendinguna by Slidely Slideshow

Dienstag, 21. Januar 2014

Crochet and Sewing


Það gerir heklaða tösku að meiri tösku finnst mér, ef hún er fóðruð og hefur rennilás. Mig hefur lengi langað að tengja hekl við saum. Nú er ég búin að eignast saumavél og þó ég hafi ekki saumað síðan í handavinnu í denn, gekk þetta furðu vel. Taska með saumuðu fóðri og rennilás, er líka miklu meiri "taska" finnst mér. Þetta var fyrsta verkefnið mitt með nýju saumavélinni minni og ekki það síðasta.

Ég byrjaði á að hekla töskuna, gerði síðan fóðrið og festi rennilásinn á, skreytti með heklborðum að innan og bætti við fylltu hjarta sem er fest við rennilásinn. Það var svo gaman að pæla í og gera töskuna, velja fóðrið og dúlleríið. Hér að neðan má einig sjá smá brot af ferlinu. 




Häkeln und Nähen kombiniert. Das ist etwas was ich sehr spannend finde, und nicht nur wenn es um Futter für Häkeltaschen wie diese angeht. Ich hab jetzt eine neue Nähmaschine, und bin totaler Anfänger, ich habe zwar in der Schule bißchen genäht aber es ist Jahrzehnte her. Mein allererstes Projekt war es Futter und Reißverschluss für eine gehäkelte Tasche zu machen. Von außen habe ich halbe Stäbchen gewählt und die Farbe Schwarz, für innen ein Baumwollstoff in Rosa mit weißen Punkten und eine Häkelbordüre. Passend dazu, musste ein Anhänger für den Reißverschluss dran, ein gleichfarbiges gefülltes und gehäkeltes Herz. Die Tasche ist Schlicht jedoch gleichzeitig spielerisch. Ich bin zufrieden :)

Es ist wieder Dienstag - das heißt Creadienstag :) Komm mal mit um zu sehen was die anderen so am werkeln sind

fyrstu æfingarsporin tekin
Erstmal bißchen Üben
First a little practice with the new machine

One of the main reasons I had for wanting a sewing machine was to be able to combine my crochet with sewing. This is my first project. After having finished the crochet part, I picked a pretty pink fabric with white dots, I also had some crochet border I used to pretty it up, well mostly to hide my stiches, since I used a white thread instead of a black one to attach the zipper ;) But this gives the purse a vintage look. Since it was all black on the outside, I thought I need to pep it up a bit, and did so by adding a filled crochet heart to the zipper.

Sonntag, 19. Januar 2014

1. Leynihekl Woollen Thoughts - Staðan eftir tvær vísbendingar



Þetta er búið að vera svo gaman og svo gaman að sjá alla litadýrðina hjá þátttakendum :) Í þetta sinn ákvað ég að setja þær saman í slideshow með fallegu lagi frá Prefab Sprout (Mysterious) í bakgrunni svo myndirnar njóti sín sem best. Njótið vel, fylgið þessari slóð til að sjá myndbandið :)

Kærar þakkir til allra þeirra sem áttu hlut í máli og hinna sem eru ekki komnar eins langt eða hafa ekki haft færi á að setja inn mynd ennþá :)


Þuríður Jónsdóttir's Slidely by Slidely Slideshow eða ýtið hér til að komast á síðuna

Freitag, 10. Januar 2014

1. Leynihekl Woollen Thoughts - Staðan eftir fyrstu vikuna


Nú er fyrstu viku fyrsta leynihekls Woollen Thoughts lokið.

Hér fyrir neðan samansafn af myndum sem hafa verið settar inn á viðburðinn. 
Það er svo gaman að sjá alla þá liti sem fólk hefur valið, engar tvær fígúrur verða eins.

Yndislegt hlakka til að sjá stöðuna eftir næstu viku en vísbending 2 
verður send út um helgina (11.-12. Janúar).

Ég hefði aldrei trúað hvað margir myndu vilja vera með, 
en í þessum skrifuðu orðum hafa 146 skráð sig.


1. Röð (frá vinstir til hægri): Sigríður Helga Einarsdóttir - Guðrún Þorleifsdóttir - 
                                               Marín Björg BöðvarsdóttirSigný Ólafsdóttir
2. Röð (frá vinstri til hægri): Kristjana Rannveig Sveinsdóttir - Guðlaug Erla Ágústsdóttir
                                              Jóna Bjarnadóttir
3. Röð (frá vinstri til hægri): Fríður Hilda Hafsteinsdóttir - Margrét Högnadóttir
                                               Svanhildur Jónný ÁskelsdóttirHelga Kjartansdóttir
Efri mynd: Tora Geirs 
Neðri myndir: vinstri: hægri: Hjördís Björk - Elín Steingrimsen

Donnerstag, 9. Januar 2014

Thoughts on Thursday - Amigurumi basic shapes and thoughts

            
Kúlur, sívalningar og keilur eru grunnform fyrir amigurumi dúkkur. Það má nota kúlur fyrir hausa og líkama, keilur og sívalninga líka. Sívalningar eru mikið notaðir fyrir hendur og fætur. Ef þú kannt þessi grunnform eru þér allar leiðir færar í að hanna þínar eigin amigurumi frá grunni.

Eigene Amigurumis selbst entwerfen, klingt viel schwerer als es in Wirklichkeit ist. Amigurumis sind meistens aus diesem drei Grundformen gemacht, der Kugel für Köpfe und Körper, dem Zylinder für Körper, Köpfe und vor allem für Arme und Beine und der Kegel für Körper oder Ohren.

Spheres, cylinder and cones are the basic shapes of amigurumi. You can use the sphere for head and body, cylinders too and for the arms and legs, both make a great form for ears, as well as the cone, cone works too as body and so much more. Master these and you will be making your own amigurumis in no time from scratch :)

Kúlan - Die Kugel - The Sphere
hálf kúla er líka fínt að nota í eyru
Halbe Kugel kann man auch wunderbar für Ohren verwenden
Half Sphere make great ears

Amigurumi (編みぐるみ) er japanska og er samsett úr orðunum ami=heklað eða prjónað og nuigurumi=fyllt dúkka. Í seinni tíð hafa amigurumi í heklheiminum notið vaxandi vinsælda og kom fyrsta amigurumi bókin út á íslensku, Heklað fyrir smáfólkið, út fyrir jólin. 

Oftast er byrjað á kúlu fyrir höfuðið á dúkkum og dýrum. Ef þið ráðið við gerð hennar, má breyta henni t.d. með að bæta við umferðum í miðjuna til að gera hana meira sporyskjulaga (sívalningur), eða byrja með meiri spíss í toppinn (keiluform / eggform). Fyrir kúluna gildir töfratalan 6 eins og í gerð flatra hringa með fasta möskum, eins og áður hefur verið fjallað um í Thoughts on Thursday pósti á þessu bloggi. En þá er útaukningin gerð jöfn með því að auka alltaf út um 6 möskur í umferð. Ef gera á stóran haus er betra að dreifa útaukningunni svo hann haldi betur hringforminu sínu og verði ekki sexhyrntur og er það líka útskýrt vel í póstinum. Ef óskað er eftir oddhvassari byrjun þarf að auka minna út. Þannig er keilan t.d. gerð.

Oftast er byrjað á töfralykkju/galdralykkjunni góðu og heklað í spíral, þ.e. umferðunum er ekki "lokað" eftir hverja umferð, heldur haldið áfram. Þá er gott að nota bandspotta í öðrum lit til að merkja umferðina eða notast við prjónamerki eins og t.d. litla bréfaklemmu.

Þegar hvirfillinn er orðinn nógu stór, er næstu umferðir heklaðar með 1 fastamösku í hverja þar til lengdin er komin. Hve margar umferðir eru heklaðar fer eftir hvað höfuðið á að vera sporyskjulegt. Hér eru heklaðar 5 umferðir áður en byrjað er að taka út 6 fastamöskur í hverri umferð, þar til eftir eru 6 lykkjur eða færri og ýmist saumað saman eða byrjað á hálsi og útaukningu fyrir búk. Hér fór ég eftir flata hringnum að umferð 5 með 30 lykkjur í allt áður en ég heklaði í hverja umferð fasta mösku, og tók svo út á sama hátt með að hekla saman 2 lykkjur, 6 sinnum í hverri umferð.

Þetta eru líka hin bestu kisuleikföng svona litlir boltar og má setja litla bjöllu inn í þær eins og ég gerði hér.

Svo má gera dúkku eftir teikningu barnanna ykkar líka.  Sköpunargleðin er án landamæra. 

Sívalningurinn - Der Zylinder - the cylinder


Flatur sívalingnur - flacher Zylinder - flat cylinder 
fínt í bangsaeyru
super für Teddy Ohren
great for teddy ears

***

Amigurumi (編みぐるみ) ist japanisch für kleine gehäkelte oder gestrickte Puppen und Tierchen, es wird aus den Wörtern ami was gehäkelt oder gestrickt bedeutet und nuigurumi was so viel wie gefüllte Puppe bedeutet zusammengesetzt. In letzter Zeit ist Amigurumi sehr populär in der Welt des Häkelns und gibt es in vielen verschiedenen Formen.

Die Kugel wird viel benutzt in der Amigurumi Welt, beide als runde, längliche (der Zylinder) oder in abgewanderter Form (der Kegel). Wie der flache Kreis aus festen Maschen, folgt die übliche Kugel auch den selben Regeln und Zauberzahl 6. Auch kann man hier rumspielen und so einen Eiform machen, oder eine längliche Kugel, je nach dem was man damit machen möchte. Hier ist die eigene Vorstellungskraft keine Grenzen gesetzt. Die Kugel alleine ist auch ein tolles Spielzeug für Katzen, mit einer Glocke in der Mitte, wie ich z.B. hier gemacht habe.

Eine eigene Zeichnung, oder eine Zeichnung von ihren Kinder, kann so leicht zum Leben gebracht werden.

Die Abgebildete Kugel ist klein und habe ich nach 5 Reihen zunahme, 5 Reihen normal gehäkelt, d.h. 1 fM in jeder Masche, bevor ich dann wieder pro Runde 6 Maschen abgenommen habe. Wenn ihr aber größere Stücke machen wollt, ist es ein guter Rat die zunahmen aufzuteilen, damit sich kein Sechseckiger Kopf bildet. In dem Thoughts on Thursday Post über flache Kreise und die Zauberzahl 6, wird dies besprochen.

Da der Zauberring oder Fadenkreis, viel verwendet wird in der Amigurumi-Macherei habt ihr auch hier ein link, der diesen gut beschreibt. Noch ein Merkmal für Amigurumis, ist das man hier kontinuierlich häkelt, d.h. in einer Spriale, so werden die Runden nicht "geschlossen", sondern wird der Rundenanfang mit einem Kontrastfaden oder andere Art von Markierung markiert.

Keilan - Der Kegel - the cone

flöt keilan er t.d. hægt að nota sem kisueyru
Flach kann der Kegel auch als Katzenohren gut dienen
flat a cone makes great cat ears
***

Crocheting Amigurumis is very popular in the Crochet World. The name Amigurumi (編みぐるみ) comes from Japan, like so many cute things. It is a combination of two words really the first one ami means crochet or knitted and the second one nuigurumi simply means stuffed doll. There are several books on amigurumis, but it is so simple to make one from scratch, all you need is an idea and sketch. There are few basic forms you need to know to crochet one and it´s a great way to make a kids drawing come to life or your own sketch. 

Most pattern begin with the head that is in a sphere form. Depending on you increases at the beginning and the part where you crochet 1 sc in each stich around and around and your decreases in the end, the look of your sphere is made. Usually it follows the same rules as your flat sc circle, with the magic number 6, as described in a previous Thoughts on Thursday post. You increase by 6 each round, untill big enough, then you do a few rounds without increasing before you start to decrease again by 6 in each round. The one on the picture is done by increasing for the first 5 rounds, then crocheting 5 rounds without increasing, then decreasing by 6 for the next 5 or 6 rounds. Make the increase less than 6 in the beginning like 1 or 3 per round you will get the cone form, or do more rounds of the middle part to get a more cylinder form.

For amigurmis mastering the magic loop/chain is great, and most amigurumis start this way, ´cause this way you will not have a hole on the top of your project where the stuffing could peak out of. As well we are working in a spiral (no closing with slip stitch after each round), so you might want to mark the beginning of your round with a contrast colour yarn piece or use a knitting marker or a paperclip, whatever suits you the best. 

Dienstag, 7. Januar 2014

Looking like a Doily

I have shown you this picture before and the clever ones among you probably noticed that the drawing Mia just finished drawing, isn´t a drawing of a snowflake, but something you prob. haven´t seen here on the blog. Well you are right, and since it was still a secret back then, I can reveal it now. :)

Mía is sitting on a diagram I made from a pattern from Aunt Aggie´s Trivets - Medium Point Petal Trivet from Blue Sky Alpacas

I used a black crochet thread for this one, and later sewed it on the cover of a handmade felted book in pretty pink :) 


Þið sem hafið séð myndina af Míu hérna áður, hafa eflaust fattað um leið að hún liggur nú ekki ofan á snjókornarteikningu. En ég vildi ekki sýna strax það sem ég heklaði eftir henni því það var leyndó. Ég heklaði þessa litlu dúllu og festi á handgerða bók, með bókarkápu úr filti. 

***

Ein kleines süßes hangemachtes Buchlein aus Filz in freundlichem Rosa bekam eine kleine handgemachte und gehäkelte Rose als Deko. Mia hat euch schon das gezeigt als Diagramm, und nun das fertige Produkt. Die Rose habe ich nach dem Häkeln an das Buchlein befestigt.

Mein erstes Projekt für Creadienstag in diesem Jahr :) 



Freitag, 3. Januar 2014

1. Leynihekl Woollen Thoughts



Nýtt ár, ný verkefni. Woollen Thoughts er að fara með í gang sitt fyrsta leynihekl á árinu. Það verður hekluð lítil amigurumi dúkka, en ekki fyrr en eftir allar 4 vísbendingarnar verður uppljóstrað hvað við vorum að hekla saman. :) Til að vera með þarf að skrá sig hér á viðburðinn til að fá vísbendingarnar fjórar. Uppskriftin er höfundarvarin og þýdd með leyfi höfundar, í lokin fáiði svo alla uppskriftina með linki á hina upprunalegu í einu skjali. 

Hekluð skál - Crochet Bowl


Í fyrsta blogpósti þessa árs, sýni ég gamalt sem ég heklaði í fyrra ;)  Eftir öll snjókornin var gaman að hekla eitthvað stærra og í þrívídd, og úr var þessi skál sem fór í jólapakka með öðru :) Það var rosa gaman að hekla hana, en auðvitað var engin teikning með, þannig aftur voru teknir fram litirni og teikniblokkin. Eftir það var þetta fjótheklað, og svolítið skrýtið að hafa ekki 6 anga á þessu eins og á snjókornunum :) Ég er ekkert hætt að gera snjókorn, og það var líka gaman að fá umfjöllun í Kvennablaðinu um mig og snjókornið mitt sem ég hannaði fyrir jól.

Der erste Blogpost dieses Jahres, ist ein Projekt von letztem Jahr, was in eins von den Weihnachtsgeschenken geriet. Es war eine Abwechslung von den ganzen Schneeflocken und etwas größer auch. Ich habe aber nicht aufgehört mit den Schneeflocken, und mein selbst entworfene Flocke hat es auch in eine isländische Zeitung gebracht, was super schönes Weichnachtsgeschenk war :) 

First blogpost in this new year. I´m starting off with a doily lace bowl, pattern found by coats and clark and since there was no diagram I had an excuse to get my sketchbook and colours for something else than my snowflakes ;) But I am not through with the snowflakes, and I might design more, before christmas my snowflake design was published in an icelandic online magazine called Kvennabladid (or Womansnewspaper). That was like a christmas present and a big motivation on making more snowflakes. Link is here.


Eftir heklun strekkti ég þetta svo blautt úr stífelsinu á skál og hafði plast poka utan um hana svo ég gæti títt hana með títuprjónum. Lét bíða svona þar til skálin var alveg orðin þur og stíf. Þá losaði ég hana varlega frá skálinni.

Natürlich gab es keine Zeichnung, wie so oft, also dürfte ich wieder meine Farben und Zeichenblock rausholen :) Das Muster habe ich bei Coats und Clark online gefunden und dann nach dem Häkeln auf einer Schale in Form gebracht, mit Hilfe von der Stärksten Stufe von Bügelsteif. Nach Paar Tagen war die ganz trocken und in Form gebracht worden.


En hún væri líka flöt og óstífuð fallegur dúkur. Hér fyrir neðan sést hún svo tilbúin.


Ég fann uppskrifitna á coats and clark í skrifuðu máli.

Link zur Häkelliebe